Heilsaogutlitspa
Icelandic Wellness Led andlitsgríma fyrir andlit og háls.
Icelandic Wellness Led andlitsgríma fyrir andlit og háls.
Fáðu faglega andlitsmeðferð eins og á þær gerast flottastar á snyrtistofum þar sem þér
líður sem best heima hjá þér. LED ljósameðferðinni er oft lýst eins og beinum aðgangi
að æskubrunni og hefur enda undanfarið vakið mikla eftirtekt út um allan heim fyrir að
draga úr hrukkum, hraða gróanda á örum, þétta húðina og draga úr litabreytingum. Með
því að vinna á öllum þessum vandamálum samtímis lítur húðin út fyrir að vera mun yngri.
Eins og rannsóknir hafa sýnt þá hjálpar kollagenframleiðsla í húðinni við að minnka fínar
línur og hrukkur, draga úr skaða vegna umhverfisáhrifa og sólarljóss en hún minnkar
einnig roða eftir laser meðferðir. LED ljósameðferðin stóreykur framleiðslu kollagens í
húðinni ásamt því að örva virkni frumanna í húðvefnum. Hún er þar að auki algjörlega
örugg og veldur ekki skemmdum á húðvef eins og aðrar djúpmeðferðir eiga það til að
gera. Ljósameðferðir henta erfiðari húðvandamálum alveg sérstaklega vel t.d. þegar um
bólumyndun, öldrun eða sár er að ræða. Hámarkstími fyrir ljósameðferð með bláum
ljósum eru 10 mínútur en 20 mínútur fyrir alla aðra liti. Til að ná sem mestum árangri er
mælt með að nota grímurnar þrisvar í viku með að lágmarki 24 klukkustundum á milli
meðferða. Eftir það er best að hvíla húðina og minnka grímunotkunina niður í einu sinni í
viku.
Eins og sjá má þá byggir Icelandic Wellness sína hugmyndafræði á því að ná hámarks
árangri í sem fæstum skrefum!
Icelandic Wellness gríman er með 105 LED ljós í andlitsgrímunum og 114 LED ljós í
hálsgrímunum.
Rauðu ljósin (630 nm) Rauðljósameðferðin gegn öldrun eykur virkni í frumunum, hraðar
efnaskiptum og örvar kollagenmyndun húðarinnar. Þéttleiki húðarinnar verður sýnilega
meiri og meðferðin hefur afar jákvæð áhrif á skemmdir í húðvef. Það dregur einnig úr
fílapenslum og bólum en húðin öðlast líka meiri teygjanleika ásamt því hreinlega að
endurheimta æskuljómann! Þetta hljómar ótrúlega en reynsla fólks á heimsvísu af
rauðljósameðferðum tala sínu máli.
Bláu ljósin (460nm) bláa ljósameðferðin vinnur á bóluvandamálum og hefur þau áhrif að
vera bakteríudrepandi og bólgueyðandi. Hún dregur úr bólumyndun, örum og
litabreytingum í húð. Eins hjálpar hún sérstaklega til við hreinsun húðarinnar og dregur
úr bólgum.
Grænu ljósin (520nm) | Hin mildu grænu ljós hafa mestu áhrif á að koma jafnvægi á
ástand húðarinnar. Þannig dregur úr olíumyndun í húðinni ef húðin er feit eða í
ójafnvægi en ljósin virka vel gegn bjúgsöfnun í húðinni og sýnilegum áhrifum af þreytu og streitu.
Gulu ljósin (590nm) | Gula ljósameðferðin styrkir húðvefinn, stuðlar að heilbrigði
húðfrumanna og bætir úr litabreytingum í húðinni. Hún örvar sogæðakerfið, bætir áferð
húðarinnar og dregur úr roða í húðinni.
Fjólubláu ljósin (410nm) | Þessi einstöku ljós eru blanda af rauðu og bláu
ljósameðferðinni. Þau sameina kosti beggja meðferða og þykja sérstaklega árangursrík
þegar kemur að því að draga úr bólumyndun og bóluörum.
Blágrænu ljósin (490nm) | blágræna ljósameðferðin stuðlar að endurnýjun húðarinnar,
eykur efnaskiptahraða og orku frumanna en þannig hjálpar hún til við að endurnýja sig.
Hvítu ljósin (760nm Laser ) Hvítu ljósin fara inn á dýpstu lög húðarinnar með því að auka
efnaskiptahraða húðarinnar, brjóta niður litabreytingar og bæta úr fínum línum og
slappri húð.