Súrefnishjálmur

Súrefnishjálmur

Húðmeðhöndlun með súrefnishjálminum

Þessi sérstaka húðmeðferð byggist á ákveðnum efnafræðilögmálum og nýtur einkaleyfisverndar hjá þeim snyrtistofum sem bjóða upp á slíkar meðferðir víðsvegar um heiminn. Í meðferðinni er unnið með oxun þar sem neikvæðar jónir eru nýttar úr andrúmsloftinu. Þannig er er hægt að nota það súrefni sem fyrir er, leiða það inn í hjálminn og enginn þörf er þá á öðrum súrefnisbyrgðum. Orkan er s.s. leidd inn í höfuðhlífina sem virkar eins og oxunarhjúpur utan um andlitið. Þannig nær hún að vinna sér leið inn undir húðina og örva sellulósaskiptin sem eru nauðsynleg til að húðin geti gegnt sínum hlutverkum sjálf eins og uppbyggingu, hreinsun, viðhaldi, stinningu og styrkingu. Á meðan meðferðaraðilinn andar orkunni að sér í gegnum munn og nef nýtist súrefnisflæðið einnig öllum líffærum og ekki síst heilanum. Þar sem engin aukaefni eru nýtt í meðferðinni er hún því fullkomlega náttúruleg.  

Meðferðin með súrefnishjálminum er algjörlega einstök og sér á báti á sviði húðmeðferða. Hún er viðurkennd af þekktum húðmeðferðarstofnunum í Þýskalandi og hentar viðskiptavinum vel sem gera miklar kröfur til öldrunarmeðferða og vilja sjá árangur á sem skemmstum tíma. Í mörgum tilfellum er árangurinn merkjanlegur strax eftir fyrsta tímann.

Stakur tími varir í 30 mínútur en mælt er með því að kaupa 10 tíma kort sem dreift er á u.þ.b. 4 vikur. Súrefnishjálminn má einnig nota samhliða öllum öðrum andlitsmeðferðum.

Dermio Care Plus

Dermio Care Plus meðferðartækið er notað til afeitrunar og endurnýjunar húðarinnar. Í súrefnishjálminum er hreint súrefni leitt inn í húðina með sérstakri rafeindatækni sem stuðlar bæði að sjáanlegri yngingu húðarinnar og algjörri slökun. Eftir meðferðina upplifir fólk bæði meiri skýrleika og fyllir á orkutankinn.
Þessi aðferðafræði byggir á niðurstöðum úr kjarneðlisfræðinni og er meðferðin einkaleyfisbundin. Neikvæðu jónirnar eru teknar úr andrúmsloftinu og orkan svo leidd inn í súrefnishjálminn þar sem hún vinnur á húðinni ásamt ljóslitameðferðinni. Þessi tækni hefur m.a. þau áhrif líkamann að efnaskiptin verða skilvirkari. Á meðan aukaorkan streymir inn um munn og nef nýtir líkaminn (og sér í lagi heilinn) sér hana til endurnýjunar. Þessi meðferð hentar fullkomlega fyrir þá sem gera háar kröfur til yngingarmeðferða og þeim sem samstundis vilja sjá og finna árangurinn. Meðferðin er bylting í yngingarmeðferðum og fer fram á meðan fólk slakar á undir hlýju teppi í notalegu umhverfi.

Eitt skipti í súrefnishjálminum tekur 30 mínútur og mjög vinsælt er að nota hjálminn samhliða öðrum líkams- eða andlitsmeðferðum.

Rauða ljósameðferðin býður upp á:

• Húðstrekkingu
• Eykur myndun kollagens í húðinni
• Húðviðgerðir
• Hindrar myndun öra og dregur úr öramyndun
• Eykur blóðflæði og eflir blóðrásina
• Styrkir starfsemi fruma og stuðlar að aukinni endurnýjun þeirra í líkamanum

Græna ljósameðferðin býður upp á:

• Afeitrun
• Vinnur á sýkingum, óvelkomnum bakteríum
• Streitulosandi
• Eflir ónæmiskerfið
• Byggir upp bein og vöðva
• Örvar kynhvötina
• Eitt það besta til þess að hlaðaleður batteríin eftir miklar tarnir

Bláa ljósameðferðin býður upp á:

• Sótthreinsandi
• Spornar við sýkingum
• Þéttandi og strekkjandi áhrif
• Jafnar húðina og kemur betra jafnvægi á frumumyndun
• Róar taugarnar
• Styrkir ónæmiskerfið
• Vinnur á Psoriasis, taugaskinnþrota, rósroða í andliti, bólumyndun og fleiri húðsjúkdómum

Back to blog