Tannhvíttun Onlysmile

Tannhvíttun Onlysmile

Skínandi hvítar tennur auka sjálfstraust og fólk sem brosir oft og mikið er talið vera opnara og með hlýrri persónuleika og gengur jafnvel betur í lífinu. Fjölmargir láta hvítta tennur sínar á hverju ári.

En hvernig virka þau efni, sem við notum til að hvítta tennur? 

Okkar vörur eru hannaðar af margverðlaunuðum tannlækni/uppfinningamanni, sem er frumkvöðull í hönnun á vörum, sem fjarlægja bletti af tönnum, þar sem nýjasta tækni er notuð ásamt listsköpun.
Í 23 ár hefur hann hannað tannhvíttunarvörur fyrir stórfyrirtæki eins og Colgate-Palmolive, Procter & Gamble og nú einnig fyrir það fyrirtæki, sem sér okkur fyrir þjálfun og vörum - LoveLite by Amabelle.

 

Tilgangurinn með þeim fjölmörgu tannhvíttunarhlaupum (e. gel ), sem við bjóðum upp á er að brjóta niður þau efni, sem mynda bletti á tönnunum t.d. eftir kaffi- eða rauðvínsdrykkju, bera síðan hlaup á tennurnar, sem ásamt LED ljósi, sem við notum dregur fram það fallegasta í tönnunum og gerir þær virkilega hvítari.

LED ljósið er þannig notað til að virkja tannhvíttunarhlaupið enn frekar. Sannanir hafa sýnt að tannhvíttun á viðurkenndri stofu ásamt vörum, sem hægt er að kaupa og hafa með sér heim til að halda við hvíttuninni ber mestan árangur.

Við hjá Heilsu & Útliti hjálpum að sjálfsögðu við val á slíkum vörum og hvernig best er að nota þær.


Ef frekarekari spurningar brenna á ykkar vörum, þá endilega hafið samband við Heilsu & Útlit og

fáið nánari upplýsingar hjá tannhvíttunarsérfræðingum okkar

Eyjólfi Kristjánssyni og Söndru Lárusdóttur.

Back to blog