Vacumed er aðeins núna hjá Endurheimt Sjúkraþjálfun

Vacumed er aðeins núna hjá Endurheimt Sjúkraþjálfun

Nú er hún komin til Íslands, hin nýjungagjarna og frumlega verkjameðferð sem milljónir sjúklinga í Þýskalandi hafa beðið eftir. Íslendingum gefst nú tækifæri að fara í þessa meðferð hjá fyrirtækinu Heilsa og Útlit, en þar sérhæfir starfsfólkið sig m.a. í þýskum líkamsmeðferðum í samvinnu við heilsustofnunina Weyergans í Þýskalandi. Á öflugan og hagkvæman hátt hraðar meðferðin endurnýjun og endurhæfingu á bólgum og stíflum t.d. eftir slys eða önnur meiðsli með því að losa um og stórauka staðbundið blóðflæðið svo meðhöndlunarsvæðið nái skjótari bata. Meðferðin er vel þekkt af læknum og er mikið notuð á sjúkrahúsum í Þýskalandi t.d. þegar bjúgur myndast staðbundið eftir afnám brjósta eða við meðferð á tennisolnbolga og öðrum bólgumeiðslum.

Tækið sem notað er í meðferðinni er mjög einfalt í notkun og hraðar endurnýjun og endurhæfingu verkja vegna meiðsla, slysa og annarra veikinda. Þessi meðferð sem býðst í tækinu er algjörlega óviðjafnanleg og framúrskarandi á sviði endurhæfinga við krónískum verkjum, bólgum og bjúg. Lífeðlisfræðilegt lögmál Meðferðin byggist á jöfnu, taktföstu þrýstings- og lofttæmisnuddi æðakerfisins. Með lofttæmiþrýstingsnuddinu tekst á lífeðlisfræðilegan hátt að auka blóðstreymið staðbundið og sogæðakerfið nær betur að starfa og endurnýja sig. Þetta gerist á algjörlega sjálfvirkan og mjög fljótvirkan hátt í tækinu. Meðhöndlunarbreyturnar Meðhöndlunarbreyturnar byggjast á mismunandi löngum hléum á milli undirþrýstings og þrýstings sem og mismunandi styrkleikaprógrömmum sem hægt er að velja í tækinu. Í gegnum þetta ferli er hægt að örva virkni slagæða, æða og sogæða á mismunandi hátt. Í boði eru níu fullsjálfvirkar meðferðir sem taka mið af heildarástandi sjúklingsins og gerir meðferðaraðilanum kleift að nota mismunandi prógramm eftir einstaklingum. Meðferðin er einföld, örugg og einstaklingsmiðuð. Lengd hverrar meðferðar er á milli 25 til 40 mínútur, allt eftir ástandi þess sem á að meðhöndla. Í dæmigerðri verkjameðferð með loftæmiþrýstingsnuddinu er mælt með sex til tíu tímum í nuddinu á u.þ.b. þriggja vikna tímabili. Ef um sogæðameðferð er að ræða er hægt að nota tækið eftir þörfum. Það er hins vegar ekkert sem mælir á móti daglegri notkun tækisins ef nauðsyn krefur.
Back to blog