NÝTT - Verndarhjúpur

NÝTT - Verndarhjúpur

Verndarhjúpur

Cocoon fitness pod

Verndarhjúpurinn veitir meðal annars:

 

  • Róandi, vöðvaslakandi hitanudd
  • Brennir hitaeiningum
  • Stuðlar að þyngdarmissi og minnkun á ummáli
  • Eykur blóðrás
  • Eykur súefnisupptöku
  • Eykur brennslu
  • Eykur hreyfigetu
  • Eykur liðleika
  • Er verkjalosandi
  • Endurmótar líkamann
  • Afeitrar
  • Endurnærir húðina
  • Framkallar afslöppun / veitir hugarró
  • Kemur jafnvægi á kortisólmagn (kortisól er hormón sem hjálpar þér að slaka á þegar þú verður fyrir streitu og hjálpar þér að vera í jafnvægi)
  • Stuðlar að andlegu jafnvægi og ró
  • Hjálpar við svefnleysi
  • Veitir húðinni raka
  • Hreinsar öndunarveginn
  • Hjálpar árstíðabundnu ofnæmi/frjókornaofnæmi
  • Hefur góð áhrif sem meðferð við berkjubólgu (sjá heimasíðu Halotherapy fyrir frekari upplýsingar) 

 

Framúrskarandi tækni sem hjálpar við að viðhalda kjörþyngd á meðan þú slappar af í gufu-nuddæfingartæki sem umvefur þig sem verndarhjúpur.

 

  • Hugtakið vellíðan nær nýjum hæðum í þessu nýja tæki og teygir sig út fyrir veggi líkamsræktarstöðva og jógastöðva. Vertu með þeim fyrstu til að dekra við þig og færa þig nær, eða viðhalda heilbrigðum, náttúrulegum líffsstíl og vellíðan. Verndarhjúpurinn færir þig aftur í kjarna gamalgróinna náttúrulegra og heildrænna vellíðunaraðferða. Þú einfaldlega leggst niður og getur valið mismunandi meðferðir eins og líkamsrækt, slökun eða þyngdarstjórnun. Verndarhjúpurinn byggir á háþróaðri tækni sem framkallar vellíðan með hjálp samsettra ytri þátta á borð við þurran hita (innrauð orka), nudd, ilmmeðferð, saltlofti og Jade steinum sem eru sambland af tveimur mismunandi náttúrulegum steinefnum, annars vegar jadeite (natríum, ál og kísil) og nefrít (kalsíum, magnesíum og kísil).
  • Verndarhjúpurinn veitir alhliða vellíðan með því að sameina í einni og sömu meðferð virkni vöðvaspennu, innrauðra ljósa, heilnudds og ilmkjarnameðferða. Hann veitir slakandi og endurnærandi meðferð fyrir huga, líkama og sál.
  • Bólstrað nuddkerfið er staðsett þannig að varmaorkan sem fæst úr steinefnum þeim er liggja að innri veggjum verndarhjúpsins nýtist fullkomlega og þér líður eins og þú svífir á dúnmjúku orkuskýi. Steinefnin senda frá sér innrauða orku þar sem um 20% af orkunni hitar andrúmsloftið í verndarhjúpnum, en um 80% af orkunni skilar sér djúpt inn í líkamann. Það sem innrauður hiti hefur umfram hefðbundið gufubað er að orka og hiti innrauðra geisla skila sér mun dýpra inn í húð og líkama við tiltölulega lágt ytra hitastig. Þá efla þeir upptöku næringarefna, auka blóðflæði og styrkja hjarta- og æðakerfi líkamans.
  • Innrauðir geislar eru rafsegulgeislar með lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós. Þessir geislar gefa ekki frá sér hættulegu UV-geisla sólarljóssins og er því engin hætta sem af þeim stafar.

 

Hvernig vinnur Verndarhjúpurinn

  • Í Verndarhjúpnum er hitastýrikerfi sem gestir geta stillt að vild allt frá stofuhita og upp í 76°C. Kostir þess að hafa slíkt kerfi er að aukinn hiti veitir aukinn bruna hitaeininga með tilheyrandi þyngdartapi. Þó svo að þyngdartap vegna vatnsmissis sé tímabundið er ávinningur og vellíðan tvímælalaus og virkar sem hvatning til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Meðferðin hjálpar aukinheldur við að hreinsa óhreinindi úr líkamanum, örva efnaskipti sem leiðir til varanlegs þyngdar- og ummálsmissis.
  • Á meðan þú nýtur þess að láta Verndarhjúpinn nudda allan líkamann getur þú gert æfingar sem tóna líkamann með áherslu á hendur, fætur og kjarna (kvið, síðu og mjaðmir). Upplifun og vellíðan eykst enn frekar er þú andar að þér fersku, hreinsuðu lofti sem blandað er með Himalaya salt kristölum. Kristalarnir aðstoða náttúrulega getu líkamans við það að draga djúpt andann og slaka á. Þegar rakastig andrúmslofts er eðlilegt dregur loftið að sér salt agnirnar sem mýkja húðina og opna öndunarveginn. Saltið hjálpar einnig við að opna ennis- og kinnholur og stuðlar að hugarró. Þá er einnig boðið upp á meðferð með hreinum ilmkjarnaolíum til að auka slökun og vellíðan enn frekar.
  • Notkun innrauðra geisla við það að auka kjarnhitastig líkamans hefur jákvæð áhrif á heilsu þína og vellíðan auk þess sem slík meðferð hefur reynst íþróttamönnum vel til að ná auknum árangri, svokölluð hitameðferð.
  • Ráðlagður meðferðartími í hvert sinni er frá 15-60 mínútur tvisvar til þrisvar í viku til að byrja með og svo vikulega til að viðhalda árangri.

 

 

     

    Verndarhjúpur

    Cocoon fitness pod

     

    Styttri frasar:

    • Verndarhjúpurinn veitir alhliða vellíðan með því að sameina í einni og sömu meðferð virkni vöðvaspennu, innrauðra ljósa, heilnudds og ilmkjarnameðferða. Hann veitir slakandi og endurnærandi meðferð fyrir huga, líkama og sál.

     

    HÉR má lesa viðtal við Söndru sem birtist í Fréttablaðinu

    Back to blog