Hef fengið orkuna aftur – Og svo miklu meira en það

Hef fengið orkuna aftur – Og svo miklu meira en það

Ég er ein af þeim sem hættir oft til þess að fara offari í vinnu. Sumir kalla þetta vinnufíkn, aðrir að vera metnaðarfullur. Hvað svo sem þetta er kallað, þá hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ævinni rekið mig á í þessum málum. Ég veit af þessu og það er meira að segja búið að segja við mig margoft að ég eigi að hægja á mér. En, enn einu sinni tókst mér að vinna mig nánast til ónýtis í sumar.

Ekki misskilja mig samt, ég elska hreinlega að vinna í skemmtilegri vinnu (eins og flestir væntanlega) en það er stundum bara ekki nóg fyrir sál og líkama, sem hreinlega heimtar sína hvíld. Í nútímasamfélagi getur þetta bara oft verið ansi snúið. Það þarf að finna sér tíma til að slaka á, þekkja það sem hentar best, borða rétt, finna tíma til að hreyfa sig, sinna sínum nánustu, sinna áhugamálum og svo má lengi telja. Og það sem mér finnst svo oft gleymast hjá mér er vítamíninntakan.

 

 

Eins og ég hef skrifað um hér áður þá hef ég meðal annars farið í heilsumeðferðir hjá henni Söndru í Heilsu og útliti til þess að sýna mér meiri kærleika og hugsa betur um mig. Það var algjör himnasending að uppgötva meðferðirnar hjá henni og ég þreytist aldrei á að segja fólki hvað þetta er yndislegt og að hvetja aðra til að „leyfa“ sér að hugsa betur um heilsuna með þessum hætti.

En, eins og fyrir mig sem þarf að glíma við hluti eins og kvíða, áfallastreituröskun, síþreytu og margt fleira, þá er þetta í rauninni nauðsynlegur hluti af því að huga að heilsunni.

 

Það nýjasta sem ég hef fengið frá Söndru í Heilsu og útliti, og mig langar að segja frá núna, er Fitline vítamín duftið. Það var eiginlega svolítið skondið móment þegar ég kynntist duftinu fyrst. Þegar ég var seinast hjá Söndru í vafningsmeðferð, þá sagði hún mér frá svokölluðu Basic Fitline vítamíndufti sem væri alveg frábært. Ég var alveg búin að sannfærast um að kaupa einn dúnk hjá henni og þegar ég kom fram í afgreiðsluna hjá henni var ég svo heppin að það var einmitt verið að bjóða smakk af Fitline vörunum. Ég fékk að prófa annað duft úr línunni sem heitir Activize. Það er í minni dollu og hægt er að taka þrjár skeiðar af því yfir daginn. Svo er líka reyndar hægt að taka allar þrjá skeiðarnar í einu, en það er semsagt dagsskammturinn af vítamíninu.

Það var vægast sagt áhugaverð upplifun að prófa allar skeiðarnar í einu! Það er samt ekkert hættulegt heldur fékk ég bara svakalega undarlega tilfinningu í nokkrar mínútur sem hvarf svo fljótt. Meðal þess sem ég fann var að ég roðnaði öll upp á handleggjunum og í andlitinu og mér varð allri svaka heitt. Þetta hvarf svo bara nánast jafnskjótt og það birtist en ég varð miklu orkumeiri það sem eftir var dagsins.

 

Meiri orka og meltingin miklu betri

Á þessum tíma var einmitt mjög mikið að gera hjá mér í vinnuni (eiginlega of mikið) og þetta hjálpaði mér klárlega á lokametrunum í verkefninu sem ég var að vinna að þá. Ég fékk líka Basic Fitline vítamínduftið með mér heim og svo slakandi mineral duft sem heitir Restorate. Eftir nokkrar vikur þá er Basic duftið orðin algjör nauðsyn fyrir mig á morgnanna. Í því er að finna flest þau vítamín sem líkaminn þarfnast yfir daginn. Og bara til að nefna nokkur dæmi um áhrifin þá eru þau hér:

Ég fæ ekki þetta líkamlega craving í eitthvað sætt eða eitthvað orkumikið seinni part dags. Það er eins og líkaminn hreinlega þurfi það ekki lengur.

Ég hef tekið eftir því að ég þarf ekki að fá mér lúr seinni part dags eða verð syfjuð eins og ég hef fundið fyrir svo lengi. Ég er ein af þeim sem á það til að missa hreinlega alla orku seinni part dags og mér hefur alltaf þótt alveg sama hvað ég geri fyrri part dags, þá hef ég alltof oft fundið þessa gríðarlegu þreytu seinni partinn. En, ég hef semsagt ekki fundið fyrir þessari tilfinningu síðan ég byrjaði að taka duftið á morgnanna.

Maginn er kominn í miklu betra jafnvægi. ég fæ hvorki magaverk á morgnanna né heldur fæ ég ónot í magann yfir daginn. Ég var nefnilega orðin þannig að ég vaknaði alltaf með í maganum á morgnanna og fékk líka iðulega ólgu yfir daginn. Í vetur greindist ég til dæmis með magabólgur og þó ég hafi að sjálfsögðu fengið lyf við því þá hefur þetta tvímælalaust hjálpað við að halda maganum í lagi.

Meltingin er líka miklu betri, en hana hef ég verið að kljást við síðan ég var um tvítugt. Það er bara miklu meiri ró yfir öllu meltingarkerfinu eins og það leggur sig. Svo einfalt er það!

Svo er maðurinn minn líka byrjaður að taka Basic duftið og hann sem hefur yfirleitt alltaf verið nokkuð tregur við að taka þátt í einhverju svona með mér, þá hefur hann verið að hrósa áhrifunum og vill alls ekki hætta.

Mikilvægt að fá betri svefn

Svo er Restorate duftið önnur snilld sem ég er ofsalega ánægð með. Margir hafa fengið að prófa það hjá mér og allir orðið jafnhrifnir. Í stuttu máli sagt, þá hjálpar duftið mér að sofna, en ekki bara það heldur sef ég líka miklu betur. Svefninn verður dýpri og ég vakna ekki eins oft á nóttunni og áður. Restorate er stútfullt af zinki og öðrum vítamínum sem líkaminn þarf til að ná góðri slökun. Þetta er ekki svefnlyf og ég hef aldrei vaknað daginn eftir með svona drowsy tilfinningu. Heldur hef ég alltaf vaknað endurnærð og úthvíld. Bara ekki taka þetta duft á daginn eða ef þú vilt vaka frameftir yfir spennandi bók. Því trúðu mér, þú steinsofnar af þessu.

 

Þægilegt að vera í áskrift

Eftir að hafa prófað einn skammt var ég ekki lengi að gerast áskrifandi. Ég keypti mér þriggja mánaðar áskrift hjá Söndru og svo bætti ég líka við næringardufti með fyrsta skammtinum. Næringarduftið getur komið í staðinn fyrir máltíðir endrum og eins. Ég er ein af þeim sem fæ mér mjög oft búst á morgnanna og þetta hljómaði því ansi spennandi. Ég er líka ein af þeim sem gef mér ekki alltaf tíma til að útbúa mér hollan hádegismat til þess að taka með mér í vinnuna, enda hef ég ekki svo góða aðstöðu í vinnunni til þess að hita upp afganga o.s.frv. Þannig að duftið ætti að henta mér vel.

Ég er einmitt að prófa í fyrsta sinn þessa helgi og ég hef nákvæmlega ekkert fundð fyrir svengd eða löngun í eitthvað óþarfa snarl yfir helgina, en ég fékk mér semsagt duftið í morgunmat og hádegismat a laugardeginum, þar sem það hreinlega hentaði mér hreinlega best þann daginn. Duftið er mjög bragðgott en ég keypti mér með jarðarberjabragði. Ég hlakka bara til þess að sjá hvernig framhaldið verður og hvaða áhrif það mun hafa. Ég mun ábyggilega eiga eftir að segja betur frá því seinna. Næringarduftið er samt alls ekki eitthvað megrunarduft – enda lít ég ekki á neitt af þessu sem megrunartæki – heldur eingöngu vítamín og efni mér til heilsubótar.

Mikilvægt að finna það sem hentar þér best

Sumir taka Basic duftið og Activize (allar þrjár skeiðarnar) saman á morgnanna, en fyrir mig er það aðeins of mikið. Ég hef hins vegar verið að prófa mig aðeins áfram með Aktivize duftið og sjá hvað hentar mér. Ég hef til dæmis verið að taka bara eina skeið ofan í Basic duftið á morgnanna og ég held að það henti mér alveg ágætlega í bili. Ég prófaði reyndar að taka tvær í gær (laugardaginn) og mér fannst það vera alveg á mörkunum. Mér fannst ég verða aðeins of hyper á því. En, aðal atriðið er að prófa sig áfram og sjá hvað hentar best. Svo er náttúrulega líka hægt að nota Aktivize vítamínið áður en maður fer út að hreyfa sig. Ég hef ekki prófað það enn, en mér skilst að það svínvirki! Og, fyrir mig, þá sé ég strax að ég mun kaupa mér áframhaldandi áskrift. Ég er búin að vera nógu lengi á Basic vítamínduftinu til þess að sjá að það er bara algjör snilld. Og Restorate duftinu, mæli ég hiklaust með. Ef þú átt yfirleitt við einhverskonar svefntruflanir að stríða en vilt ekki taka nein svefnlyf þá er þetta málið!

Og, svona ef þetta verður til þess að ég missi nokkur aukakíló, þá er það bara frábær bónus ofan á allt saman!

Kynnið ykkur endilega málið hjá henni Söndru Lárusdóttur í Heislu og útliti. Hún er snillingur og getur sagt þér allt um málið.

Back to blog