Collection: Vængur vonar ( Wing of hope)

Vængur vonar er skartgripur sem er hannaður af yfirhönnuði Vera Design, Írisi Björk Jónsdóttur í samstarfi við Söndru Lárusdóttur og hugmyndina að nafninu á Eyjólfur Kristjánsson fyrir MND félagið á Íslandi. Gripurinn er unnin úr 925 silfri og er rhodiumhúðaður en hann má nota sem nælu og hálsmen en hægt er að fá 45 cm silfurkeðju með honum.


Vængurinn kostar 3.500 kr en með silfurkeðju er verðið 4.990kr. Velvild frá fólki eins og þér er grundvöllur þess að félagið okkar geti starfað áfram með það að leiðarljósi að efla í hvívetna baráttuna gegn MND og að finna lækningu á þessum alvarlega sjúkdómi. MND er banvænn taugasjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni, hálsi o.s.fv. Að lokum er um algera lömun að ræða. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Líftími sjúklinga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá 1 -6 ár en sumir lifa lengur.
Nældu þér í væng vonar og finnum í sameiningu lækningu við MND. Með þér eigum við von um betra líf.