Skip to product information
1 of 1

Weyergans

Sono Handy Ultrasound tækið AÐEINS fyrir fagfólk

Sono Handy Ultrasound tækið AÐEINS fyrir fagfólk

Regular price 128.000 kr
Regular price Sale price 128.000 kr
Sale Sold out
Tax included.


Ómtækni á hæsta gæða standard
Þessi magnaða nýjung frá High Care Cosmetics byggir á ómunartækni sem vinnur á dýpstu lögum húðarinnar. Sono Handy Ultrasound tækið, eins og fyrirtækið kallar meðferðartækið, nær að fara alla leið í gegnum húðvefinn og sprauta andlitsmeðferðarefnum inn í innstu lög húðarinnar. Með allt að milljón léttum slögum á sekúndu og mjúkum titringi ættu jafnvel stærri gerðir af virkum efnasameindum að komast í gegnum öll húðlögin.
Meðferðarmöguleikarnir eru ótal margir og fjölbreytilegir. Sono Handy Ultrasound tækið vinnur meðal annars á húðvandamálum eins og bólum og hrukkum,veikum bandvef og er oft nefnt tækið Andlitslyfting án skurðaðgerðar einnig er þó  hægt að nota tækið til meðferðar á ákveðnum líkamssvæðum. Tækið vinnur fullkomlega með hinum háþróuðu húðvörum High Care Med línunnar og nær að koma efnunum á þau svæðin þar sem þeirra er þörf. Við munum veita þér allar upplýsingar um þá hátæknimöguleika sem í boði eru á sviði Medical Beauty og þar eru sérfræðingar Weyergans High Care fremstir í flokki. Þessar árangursríku meðferðir úr smiðju eru það allra nýjasta á markaðnum og einfaldlega á allt öðru stigi en áður hefur sést þegar kemur að húðmeðferðum. 

 

Sono Handy

 

Ultrasound eru hljóðbylgjur sem að eyra okkar nemur ekki. Þessar sérstöku hljóðbylgjur hreyfast eða titra öllu heldur 20.000 sinnum á sekúndu (Hz). Ultrasound er notað sem meðferðartæki og hafa samskonar tæki verið notuð með góðum árangri í fjölda ára í læknisfræði bæði við að greina sjúkdóma og sem meðferðaraðferð.

 

Hvaða áhrif hefur Ultrasound?

Hvað gerist í hljóðbylgjumeðferð:

 

 1. Hiti myndast í gegnum frásog
 2. Mechanical sem örnudd
 3. Líffræðilegt í gegnum eðlisefnafræðilegt ferli
 1. Æðavíkkun
 2. Aukið blóðflæði
 3. Bætt gegndræpi himnu
 4. Betra flæði á sogæðakerfi
 5. Betra PH gildi í vefjum
 6. Dregur úr spennu í vöðvum
 7. Verkjastillandi
 8. Dregur úr bólgum í líkamanum

 

Til þess að hljóðbylgjurnar komist í gegnum húðina má ekkert loft vera á milli tækisins og húðarinnar. Þess vegna er gel sett á húðina áður. Í læknisfræðinni hafa hljóðbylgju meðferðir verið notaðar í fjölda ára til þess að flytja lyf í gelformi inn í gegnum húðina. Þetta er en önnur notkun á hljóðbylgjum og er þetta feri kallað “sonophoresis”. 

Meðferðin sjálf fer eftir eftirfarandi þáttum: 

 1. Styrkleika (vött per cm2) 
 2. Lengd meðferðar 
 3. Tíðni bylgjanna.

 

Við notkun í snyrtimeðferðum eru eftirfarandi ávinningur einstaklega áhugaverður: í gegnum hljóðgeislun á húðinni kveiknar á efnaskiptum; úrgangsefni fara auðveldar úr líkamanum. Þar sem úrgangsefni draga raka úr húðinni, eftir hverja meðferð ná húðfrumurnar að draga í sig og geyma raka betur.

 

Húðtónn/litur batnar, áferð húðarinnar verður sléttari. Magnaður árangur næst í meðferðum á andlit, bringu og á fleiri svæðum líkamans. Húðin verður sléttari og stinnari. Betri árangur  næst með notkun á sérstökum kremum/gel þar sem innihaldið smýgur betur inn í húðina. Þannig næst betra og eðlilegra ástand húðarinnar ef húðin er olíukennd fyrir. Við losun úrgangsefna húðarinnar með notkun hljóðbylgja er hægt að vinna gegn myndun appelsínuhúðar eða misfellum í húð. Ólíkt öðrum meðferðum næst gríðarlegur árangur með djúpvarma en það ýtir undir efnaskipti fitufruma. Þar sem hljóðbylgjum og örnudd (micro massage) er beitt samtímis næst hámarks árangur á svæðum þar sem appelsínuhúð og jodhpur einkenni er á lærasvæði.

 

Ávinningur við notkun á  hljóðbylgjum:

 1. Dregur úr appelsínuhúð, jodhpur læri, skemmdur vefur
 2. Aukin efnaskipti og minni myndun á fitufrumum
 3. Bætt áferð húðar
 4. Færir ampúlur/serum og þykkni dýpra niður í húðlögin
 5. Minni vöðvaspenna 
 6. Jafnvægi á olíumyndun í húð

View full details