Saltskrúbbsmeðferð

Saltskrúbbsmeðferð fyrir allan líkamann

Saltskrúbbsmeðferð fyrir allan líkamann

Einstaklega vöðvaslakandi meðferð sem hefur góð áhrif á blóðrás, hreinsar burt dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka.

Nánari Lýsing

Dauðahafs-saltskrúbbsmeðferð með piparmyntu. Söltin koma úr Dauðahafinu og innihalda 27 steinefni m.a. magnesium, zink og calcium. Hreinni piparmyntu ilmkjarnaolíu er bætt við til að örva blóðrás, hreinsun og endurnýjun húðar.  Meðferðin er einstaklega vöðvaslakandi og hefur góð áhrif á blóðrás, hreinsar burt dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka. 

Dauðahafssaltið og steinefnin hafa bætandi og mýkjandi áhrif á allan líkamann, hárið, húðina og taugakerfið. Það hefur jafnframt góð áhrif á þá sem hafa margvísleg húðvandamál, m.a. sóríasis. Söltin úr Dauðahafinu hafa sérstaklega góð áhrif á liðamót, vöðva og sogæðakerfið. 

Back to blog