Húðslípun með Iono Jet
Húðslípun er mjög áhrifarík meðferð sem er framkvæmd með nýjustu tækni vélarinnar Iono Jet. Meðferðin er framkvæmd með súrefni og sérhæfðum efnum eins og plöntusterkjum ákveðin serum,aminósýrur,sérvalin vítamín og stofnfrumur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa mjög afgerandi virkni.
Áður en meðferðin hefst er ástand húðarinnar metið, húðin er hreinsuð og réttri blöndu af þessum hágæða efnum skotið inn með súrefni þar sem virknin fer tafarlaust fram og dauðar húðfrumur fjarlægðar. Eftir meðferð er maski borin á sem á við viðeigandi húð. Meðferðin er fullkomlega örugg fyrir alla og hættan af einhvers konar húðskaða eða óþoli er engin. Húðin mun endurheimta ljóma sinn,verður þéttari og hreinni. Þegar verið er að vinna á örum,litabreytingum á húð eða ójöfnum í húð þarf a.m.k 6 tíma á fjögurra vikna tímabili með tækinu áður en árangur næst.
Húðslípun vinnur á:
- Fínum línum og hrukkum
- Exemhúð
- Örum eftir bólur og skurði
- Ótímabærri öldrun húðarinnar
- Ójöfnur í húð og húðvef
- Óhreinni húð/fílapensla
- Unglingabólum
- Brúnum blettum

- Afeitrun
- Öflugri Lýsingu á litarblettum
- Húðlyftingu
- Sérvalin Vítamín