Öflug ávaxtasýrumeðferð fyrir andlit
Nánari Lýsing
Ávaxtasýrumeðferð hjá Heilsu og útlit
Meðferðin: Byrjað er á að yfirborðshreinsa húðina, eftir það er ávaxtasýra borin á og látin liggja í sirka 4-5 mínútur. Þegar sýran hefur verið fjarlægð er kælandi, róandi og rakagefandi maski borinn á. Að lokum er balance kremið borið á en mælt er með að nota kremið áfram í framhaldi.
Meðferðin hentar t.d þeim sem eru með óhreina húð, bólur, brúna bletti eða grunnar hrukkur. Hentar ekki fyrir þá sem eru með mjög viðkvæma húð eða með rósroða. Húðin verður frískari,jafnari, hreinni, mýkri og þéttari,sýrurnar vinna vel á feitri og/eða bólóttri húð, þar sem sýran er fituleysanleg og hreinsar því vel óhreinindi, stíflur í húðholum,fílapennsla og milia korn.