Áhrif neikvæðra jóna

Áhrif neikvæðra jóna

 

Áhrif neikvæðra jóna á umhverfið

Það er þekkt í vísindaheiminum að neikvæðar jónir geta hreinsað andrúmsloftið. Lofthreinsitæki sem nota neikvæðar jónir hafa verið á markaði áratugum saman. Hæfni þeirra til að hreinsa loftið stafa af:-

Bakteríueyðandi áhrifum:

Þær draga til sín alls konar bakteríur og veirur, raska frummubyggingu þeirra og orkujafnvægi, sem dregur þær á endanum til dauða. Samtímis því halda þær vexti baktería og myglusveppa niðri.

Þær útrýma loftbærum smitberum:

Þær draga til sín mikið af loftbærum smitberum, svo sem frjó, ryk, rykmaura og reykagnir, sem öll hafa jákvæða hleðslu. Þegar þær bindast þessum ögnum verða þær hlutlausar og við það þyngjast þær og falla til jarðar. Þær eru einstaklega áhrifaríkar í að draga úr þeim skaða sem óbeinar reykingar valda.

Eyða skaðlegum og eitruðum gastegundum:

Þær brjóta niður eitraðar gastegundir sem borist geta frá húsgögnum og byggingarefnum, s.s. formaldehýð, ammoníak og bensen, ásamt því að eyða lyktinni af þeim.  

Hreinsa andrúmsloft:

Við það að hlutleysa jákvæðar jónir verður loftið ferskara og svalara.


Áhrif neikvæðra jóna á heilsuna

Áhrif neikvæðra jóna á líkamann eru einstaklingsbundin. Það er erfitt að setja mælikvarða og jafnvel þó að mismunandi einstaklingar sýni sömu áhrif getur virkni meðferðar verið mismunandi. Neikvæðar jónir geta komist inn í líkamann eftir tveimur leiðum; í gegnum húðina og öndunarveginn. 85% neikvæðra jóna dregur húðin í sig og aðeins 15% drögum við að okkur ofan í lungun.

Hver eru áhrif neikvæðra jóna á mannslíkamann?

Fjöldi rannsókna hefur staðfest heilsufarslegan ávinning og meðferðaráhrif neikvæðra jóna á eftirfarandi 8 vegu:

  1. Kemur reglu á taugakerfið

Neikvæðar jónir geta komið reglu á virkni miðtaugakerfisins aukið virkni í heilaberki sem og heilastarfsemi. Neikvæðar jónir auka súrefnisflæði til heilans, bæta hæfni til verkefnaúrvinnslu og veldur því að einstaklingi finnst hann vera orkumeiri. Neikvæðar jónir örva alfa-heilabylgjur og auka styrk heilabylgjanna, sem skilar sér í bættri meðvitund og skýrari hugsun einstaklingsins. Neikvæðar jónir styrkja einnig sjálfvirka taugakerfið. Einnig hefur verið sýnt fram á að neikvætt jónað andrúmsloft bætir viljastýrðar hreyfingar, auka afkastagetu, efla vitsmunalega virkni og lækka tíðni mistaka.

  1. Eflir hjarta og æðakerfi

Sannað hefur verið að neikvæðar jónir lækka blóðþrýsting sem aftur minnkar fitusöfnun í blóðinu og kransæðakerfinu. Þær koma einnig jafnvægi á dægursveiflu og hafa góð áhrif á starfsemi hjartans. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að neikvæðar jónir minnka segamyndun í blóði og örva blóðflæði, sem aftur bætir súrefnisflæði.

  1. Styrkir öndunarfærin

Neikvæðar jónir örva súrefnisupptöku og bæta öndunarhæfni lungnanna. Margar rannsóknir hafa sýnt að neikvæðar jónir dragi úr astma- og ofnæmiseinkennum og séu einnig áhrifaríkar gegn inflúensu og öndunarfærasjúkdómum, sérstaklega berkjuastma.

  1. Styrkir ónæmiskerfi

Neikvæðar jónir efla ónæmiskerfi líkamans, ekki aðeins vessakerfið heldur alveg niður í frumukerfið. Þær örva myndun mótefna og ónæmisglóbúlíns og efla vöxt sogæðafrumna. Það hversu áhrifaríkar neikvæðar jónir eru ræðst einnig af því að þær auka svefngæði en þau eru einn af lykilþáttunum í sterku ónæmiskerfi.

  1. Andoxar: heftir súrefnirsstoðeindir, sem kemur í veg fyrir oxun

Einn af helstu eðlisefnafræðilegu kostum neikvæðra jóna tengist andoxun. Rannsakendur komust að því að þegar rauð blóðkorn spendýra komust í snertingu við neikvæðar jónir, þá jókst magnið af andoxandi hvatanum SOD (superoxide dismutase)

  1. Afeitrar

Neikvæðar jónir auka gendræpi frumuhimna, en það gerir þeim auðveldara að losa sig við eiturefni, einkum lyfjaleifar. Því til viðbótar hafa neikvæðar jónir jákvæð áhrif á náttúrulegar örverur í meltingarveginum, sem svo aftur bætir starfsemi hans og flýtir fyrir losun eiturefna.

  1. Hægir á öldrun

Andoxunar- og afeitrunarhæfni neikvæðra jóna leiðir til bættrar virkni í frumum og vefjum. Þegar þar við bætist aukin súrefnisupptaka og hraðari efnaskipti, hafa neikvæðar jónir verulega hægjandi áhrif  á öldrunarferlið.

  1. Tilfinningaleg og andleg heilsa

Neikvæðar jónir koma reglu á serótónínframleiðslu í heilanum. Serótónín er taugaboðefni sem hjálpar líkamanum að kljást við andlega, tilfinningalega og lífeðlisfræðilega streitu. Rannsóknir hafa sýnt að hátt hlutfall jákvæðra jóna getur valdið offramleiðslu á serótóníni, sem veldur ofvirkni, kvíða og þunglyndi. Sýnt hefur verið fram á að neikvæðar jónir gagnast vel í meðferð við varanlegu þunglyndi og streitu.

 

 

 

 

 

 

Back to blog