PRX-T33 Stjörnumeðferðin með TCR sýrum

PRX-T33 Stjörnumeðferðin með TCR sýrum

PRX-T33 er ný kynslóð af TCA sýrum (trichloroacetic acid) með nær engum batatíma.
PRX-T33 húðmeðferð örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að skaði sé gerður á yfirhúðinni. PRX-T33 peel orsakar ekki ísingu (frosting) í húðinni eins og hefðbundin peel gera. Þrátt fyrir það, virkar það enn dýpra í húðinni og örvar frumur leðurhúðarinnar til endurnýjunar. Þessi meðferð hentar öllum sem vilja fá fallegri og stinnari áferð á húðinni og fyrirbyggja öldrun. Meðferðin er kölluð náttúrulegt botox erlendis vegna hraða uppbyggingar á húðinni og er því mjög áhrifaríkt á fínar línur og hrukkur í andliti, hálsi og bringu. Flestir upplifa strax þéttingu í húðinni eftir meðferðina, sem eykst svo hægt og bítandi, í takt við þann tíma sem það tekur bandvefsfrumu húðarinnar að nýmynda hin mikilvægu protein kollagen og elastín. Húðin verður því strax þéttari og heilbrigðari að sjá á mjög náttúrulegan hátt.
PRX-T33 peel minnkar: Svitaholur, fínar línur og hrukkur, ör, slappa húð, litabreytingar, melasma, þurra húð, eldri húð sem vantar þéttleika og ljóma. Mælt er með 3-5 meðferðum fyrir fullan árangur sem er einstaklingsbundið.
HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA FYRIR MEÐFERÐINA?

● Ekki vera með nýrakaða eða vaxaða húð.
● Afbókaðu tímann ef þú ert með frunsu. Einnig er gott að vita ef þú ert gjörn að fá frunsu þá mælum við með að taka inn fyribyggjandi lyf fyrir meðferð og 12 tímum síðar.
● Ekki notast við Retinol krem allt að 2 vikum fyrir tíma. Við förum svo yfir hvaða krem við mælum með eftir meðferð.

 

Back to blog