Lúxus súkkulaði andlitsmeðferð

Lúxus súkkulaði andlitsmeðferð

Meðferðin stinnir húðina og gefur henni mikla næringu og vellíðan. Þú færð yfirborðshreinsun, kornamaska, stinnandi ambúlu og hljóðbylgur sem koma efnunum dýpra inn í húðlögin. Ultrasound Sono Handy tæknin er ný og byltingakend meðferð hérlendis. Meðferðin gengur út á það að hljóðbylgjur fara niður í dýpstu lög húðarinnar og hita vefinn. Með því erum við að örva kollagen og vinna að endurnýjun húðar, hún fær aukinn teygjanleika, verður frísklegri og unglegri. Meðferðin hefur einnig nuddáhrif sem myndast djúpt niðri í húðinni og í vöðvunum vegna örtitringa og örfar því einnig vöðvana. Súkkulaði andlits og herðanudd er einnig innifalið, sem og lúxus súkkulaði andlitsmaski. Tilvalin fyrir þreytta og líflausa húð.

 

Öll efni notuð við meðferðina eru vegan og cruelty free

Back to blog