Hydraglow – endurnýjun, raki og ljómi ✨
Gefðu húðinni þá umhyggju sem hún á skilið með Hydraglow, djúpnærandi og endurlífgandi andlitsmeðferð sem sameinar húðhreinsun, rakabúst, súrefnishjálm og infrarauða hlýju í eina einstaklega afslappandi upplifun.
💦 Tegundir af Hydraglow meðferð:
1. Hydraglow – 80 mínútur
Fullkomin meðferð fyrir þá sem vilja djúphreinsun, raka og náttúrulegan ljóma.
Meðferðin inniheldur:
- Djúphreinsun, milda húðslípun og hreinsun
- Sérvalin nærandi serum með hyalúrónsýru og vítamínum
- Súrefnishjálm sem hjálpar húðinni að anda og endurnýja sig
- Infrarautt hitateppi sem eykur blóðflæði og minnkar vöðvabólgu
- Lokakrem með róandi andlits-, háls- og axlanudd
Niðurstaðan: húðin verður silkimjúk, slétt og ljómandi fersk – án niðuritíma.
2. Hydraglow Booster – 90 mínútur
Lúxusútgáfa af Hydraglow fyrir þá sem vilja meira. Hér bætist við einstaklingsmiðað booster-serum eftir þörfum húðarinnar – valin af meðferðaraðila/viðskiptavini fyrir hámarks árangur.
Valmöguleikar í Booster:
- Retinol
- C - vítamín
- Peptíð
- Glycolic sýra
- Raki og peptíð fyrir vari
- Ásamt fl.
Meðferðin felur einnig í sér kælandi gullmaska, súrefnishjálm, infrarautt hitateppi og lokanudd með kremi yfir andlit, háls og axlir – fyrir djúpa slökun og langvarandi ljóma.
Niðurstaðan: húðin verður endurnærð, stinnari, silkimjúk og full af ljóma – “spa-meðferð” sem nærir bæði líkama og sál.
🌸 Hentar fyrir:
- Þurra húð
- Ójafnan húðlit og áferð
- Fínar línur
- Hreinsun á fílapenslum
- Allar húðgerðir sem þurfa auka raka og ljóma
⚠️ Hverjir ættu að forðast Hydraglow?
Þrátt fyrir að Hydraglow henti flestum húðgerðum er ráðlagt að fresta meðferðinni ef:
- þú ert með virka frunsu (herpes simplex),
- opin sár, húðertingu eða sýkingu á meðferðarsvæðinu,
- eða mikla, virka bólumyndun (acne) sem gæti versnað við sog eða örvaða blóðrás.
Þetta er gert til að vernda húðina og tryggja að meðferðin veiti sem bestan árangur án sertingar eða aukaverkana.
Hydraglow – þar sem vísindi og vellíðan mætast. 💫