VACUFIT

Heilsa og Útlit er með umboð fyrir Vacu-vélarnar á Íslandi. 

VACUFIT úr smiðju geimvísindanna

 

VACUFIT kerfið á hátækni, læknis- og vísindalegan uppruna sinn að sækja til geimvísindanna. Í þyngdarleysi sporbrautanna þurftu geimfararnir að fara í undirþrýstingsmeðferð í sérstöku tæki til þess að koma í veg fyrir blóðrásartuflanir. Það var eina leiðin til þess að tryggja nægilegt blóðflæði og halda blóðrásinni gangandi þrátt fyrir skort á þyngdarafli í neðri hluta líkamans.

Framhaldsþróun þessa upprunalega tækis fyrir geimfarana er VACUFIT tæknin. Útkoman varð raftækni-lofttæmismeðferðin IVT (Intermittierende Vakuum Therapie) en hún örvar allt flæðið í  æðakerfinu (sogæðum, slagæðum og æðum) og hefur æðavíkkandi áhrif. Með auknu blóðflæði og öflugri blóðrás eykst afkastageta okkar og húðin verður þar að auki þéttari, sléttari og fallegri. Með lítilli fyrirhöfn á einkar þægilegan hátt nær tækið að efla heilsu þína og koma líkamanum í toppform. Það er engin tilviljun að Ronaldo notar tækið daglega en þessi meðferð er sérstaklega vinsæl hjá heimsklassa atvinnufótbolta-, ruðningsbolta og íshokkýliðum!

Sjúkrastofnanir á alþjóðavísu sem vinna með þessi tæki sérhæfa sig í bæklunar-, æða-, sykursýki-, meiðsla-, og áfallameðferðum. Nú er er líka orðið hægt að bóka þessar meðferðir á heilsumeðferðarstöðvum í einkageiranum og á einstaka heilsustúdíóum erlendis. Á Íslandi er einungis ein heilsumeðferðarstofa sem býður upp á meðferðirnar og það er Heilsa og Útlit í Hlíðarsmára 17. Starfsfólkið þar hefur sérhæft sig í þessum meðferðum í Þýskalandi.

 


Meðferðin fer þannig fram að notaður er til skiptis háþrýstingur og undirþrýstingur með reglulegum hléum á milli sem gefur jákvæðan þrýsting á neðri hluta líkamans upp að mitti. Þannig fer fram lífeðlisfræðileg taktföst æðavíkkun með þjöppun sem örvar allt blóðflæðið á náttúrulegan hátt. Meðferðin er algjörlega óháð sjálfu heilsufarsvandamálinu, laus við allar aukaverkanir og með öllu sársaukalaus. 

90% allra fullorðinna einstaklinga eiga við einhvers konar æðavandamál að stríða. Konur eiga sérstaklega á hættu að fá æðaslit, æðahnúta og glíma oftar en ekki við slappan bindivef og appelsínuhúð. Meðferðin með VACUFIT er bæði fyrirbyggjandi við þessum heilsufarsvandamálum og vinnur á þeim með öflugum hætti. 50% Þjóðverja og 75% sykursjúkra deyja úr hjartaáfalli og heilablóðfalli sem hægt er að rekja til mismunandi æðavandamála. Fólk með heilsufarsvandamál eins og sykursýki, reykingar, streituraskanir og hreyfingarleysi er sérstaklega hætt við að þróa með sér þessa sjúkdóma. Með VACUFIT meðferðinni er hægt að fyrirbyggja þessa sjúkdóma á náttúrulegan en á sama tíma afar skilvirkan hátt.

Heilsa og útlit

Endilega sendið okkur fyrirspurn

Hlíðarsmári 17 201 Kópavogur  heilsaogutlit@heilsaogutlit.is
Sími : 562-6969