TELEC hitateppin

TELEC hitateppin okkar hafa svo sannarlega slegið í gegn. Þau eru með þremur hitastillingur og þú getur einnig stillt tímann, það er því gott að láta líða úr sér og svífa inn í draumaheiminn á heitri dýnunni. Hún hitar og mýkir vöðvana svo hámarks slökun næst og mikil vellíðan. Hitinn örvar blóðrásina og hjálpar þannig til við hreinsun líkamans. Fyrir utan augljós þægindi og vellíðan bætir regluleg notkun teppisins bæði líkamlega og andlega heilsu.

Hitateppin dásamlegu koma í einni stærð, 160 x 90 cm. Þau eru í hæsta gæðaflokki og eru víða notuð á sjúkrahúsum enda engir saumar eða annað sem getur safnað í sig óhreinindum. 

Í boði eru tvær tegundir

Heilsa og útlit

Endilega sendið okkur fyrirspurn

Hlíðarsmári 17 201 Kópavogur  heilsaogutlit@heilsaogutlit.is
Sími : 562-6969