Jónagríman

Jónagríman

Venjulegt verð
103.000 kr
útsöluverð
103.000 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Stykkja verð
á 
Skattur innifalinn

Hugvit frá Düren

Covid 19: gríma sem framkallar heilnæmt sjávarloft

 

Aachener dagblaðið 10. desember 2020

Rudolf Weyergans segir að með nýju jónagrímunni fái líkaminn fái orku og súrefni sem samsvarar heilum degi á ströndinni við það eitt að anda eðlilega í eina klukkustund með grímuna á sér. Fyrirtækið Weyergans hefur verið að þróa þessa nýjung og á gríman meðal annars að drepa Covid 19 veiruna.

Þegar Rudolf Weyergans útskýrir hvernig jónagrímurnar auka lífsgæði fólks þá er það alls ekki svo flókið. Hann notar einfaldlega hugtökin plús og mínus eða eiginleika jákvæðra og neikvæðra jóna. Þetta er engin venjuleg gríma eins og þær grímur sem hægt er að sjá út um allt núna í heimsfaraldrinum. Þessi umrædda gríma er með rafhlöðu sem fólk festir við buxnastrenginn og fíngerða slöngu sem tengir rafhlöðuna við jónarafal. Rafallinn fangar umtalsvert magn af neikvætt hlöðnum jónum í andrúmsloftinu.

Gríman er nýjasta flaggskip fyrirtækisins Weyergans High Care frá þýsku borginni Düren. Þetta rúmlega 30 ára gamla fyrirtæki sérhæfir sig í rannsóknum og nýsköpun í heilsu- og fegrunarmeðferðum. Stofnandi fyrirtækisins Rudolf Weyergans sem er læknir og félagsfræðingur er frumkvöðull með áratuga reynslu þegar kemur að “medical” meðferðum á sviði snyrtifræðinnar. Hann er 67 ára gamall og skarar enn sem fyrr fram úr þegar kemur að rannsóknum, hugviti og nýsköpun í fegrunar- og heilsuvísindum. Hann fullyrðir að klukkutíma meðferð með grímunni jafngildi einum heilum degi á ströndinni. Fjöldi þeirra neikvæðu jóna sem gríman framleiðir drepur bakteríur og flensuveirur þ.a.m. Covid 19 veiruna. Samkvæmt heimildum fyrirtækisins hafa þau sérhæft sig í virkni neikvæðra jóna í rúmlega tvo áratugi og búa nú yfir þekkingu sem er algjörlega einstök í heiminum.

Út frá eðlisfræðinni er vitað að batterí framkallar straum með plús- og mínus pólum. Rudolf Weyergans yfirfærir það á manneskjur. Líkaminn er plús en súrefnið með neikvæðu jónunum er mínus. Ef súrefnið bindur sig við frumurnar, “þá flæða safarnir og þá byrjar lífið”.

Ef við öndum ekki í smástund þá deyjum við. Ef við öndum stöðugt að okkur góðu lofti þá lifum við lengur og verðum heilbrigðari. Samkvæmt þessu væri best að lifa við ströndina en loftið á ströndinni hjá St. Peter Ording í Þýskalandi er t.d. svo heilnæmt að fjöldi neikvæðra jóna á hvern kúbiksentimetra er um 4000 þökk sé hinu gríðarlega mikla saltmagni þar. Í borgum og bæjum er magn neikvæðra jóna ekki nema rétt um helmingurinn af því sem mælist á ströndinni. Á vinnustöðum og á skrifstofum er magnið kannski um 50, 100, 200 allt eftir því hvað rafmagnstækin eru mörg og stór. Nýja gríman frá Weyergans getur framkallað um 3 milljónir jóna bætir Rudolf við.

Fyrirtækið var stofnað árið 1983 og eru höfuðstöðvar þess í Boisdorf í Rölsdorf. Þar starfa í kringum 40 manns. Weyergans hefur öðlast fjöldamörg einkaleyfi á sínum tækjameðferðum, flytur út rúmlega 70% tækjanna og er starfrækt í 40 löndum víðsvegar um heiminn.

Fyrir nokkrum árum var fyrirtækið forsíðufrétt hjá stærstu dagblöðunum þegar fótboltastjarnan heimsfræga Christiano Ronaldo fékk sér Vacu-Sport tækið frá Weyergans til að ná betri endurheimt eftir æfingar og keppnir. Jónagríman nýja frá Weyergans var hálft ár í þróun og kom á markaðinn í nóvember 2020. Jónagrímurnar eru aðallega notaðar á endurhæfingarstofnunum, sjúkrahúsum, snyrtistofum og á sjúkraþjálfunarstofum.

Rudolf Weyergans segir frá reynslusögum fólks af grímunum sem hægt er að lesa á internetinu. Einn sjúklingur sem fékk Covid 19 sagðist ekki fundið lengur sviða í lungunum eftir að hafa notað grímuna. Þá er hægt að lesa umsögn sem hljómar svona: “við vitum ekki nærri því allt um allan þann heilsufarslega ávinning sem hægt er að hafa af jónagrímunum.” Framundan eru því prófanir hjá fyrirtækinu á sjúklingum með langvinna lungnasjúkdóma til að rannsaka betur virkni grímunnar fyrir lungnastarfsemina.

Með notkun grímanna hækkar í grundvallaratriðum hið mikla magn neikvæðra jóna í andrúmsloftinu seróntónframleiðslu í líkamanum. Boðefnið örvar heilavirknina en skortur á því veldur meðal annars ólyndi, þreytu, streitu, minni orku, kvíða og svefnleysi.

Rudolf Weyergans skilur vel mikilvægi og þýðingu neikvæðra jóna í læknisfræði og vísindum.  Hann er sannfærður um margvíslega jákvæða virkni súrefnisjónanna. Nýja jónagríman frá Weyergans er hans framlag í baráttunni gegn Covid 19.  

 

Carsten Rose

Ritstjóri Aachener Zeitung