Það besta sem fyrir mig hefur komið

Updated: Jul 8, 2019


Sandra Lárusdóttir, eigandi Heilsu og útlits, býður í 5 ára afmæli stofunnar á föstudag. Sandra sérhæfir sig í heilsutækjum frá þýska heilsuvöruframleiðandanum Weyergans og segir góða líðan skipta alla máli. Í boði verða freistandi afmælistilboð og ljúfar veitingar.

Ég átti eitt vafningsteppi þegar ég opnaði stofuna í 150 fermetra húsnæði og það þótti stappa nærri brjálæði. Ég var hins vegar full sannfæringar, trúar og trausts á sjálfa mig og það sannaði sig fljótt að ég hafði gert rétt,“ segir Sandra Lárusdóttir sem sagði upp starfi sínu sem einkaþjálfari fyrir fimm árum til að stofna líkamsmeðferðar- og snyrtistofuna

Heilsu og útlit.

„Mig langaði að helga krafta mína því að aðstoða fólk við að ná betri heilsu og sé ekki eftir því. Það er það besta sem fyrir mig hefur komið. Mér finnst yndislegt að geta hlúð að fólki og verða vitni að góðum árangri.“

Fá loksins bót meina sinna

Heilsutækin hjá Heilsu og útliti hafa hjálpað mörgum að ná bata.

„Hér á landi hafa margir læknar opnað augun fyrir þessum möguleika í bataferli sjúklinga og eru farnir að benda fólki á þennan kost við verkjum, bólgum eða sogæðavandamálum.

Við vinnum líka vel með sjúkraþjálfurum því meðferðin hjálpar sjúklingum með stoðkerfisvandamál, mikinn bjúg, lélegt blóðflæði eða fótapirring.

Sömuleiðis þeim sem hafa farið í mjaðmakúluskipti eða hnjáliðaskipti. Þetta er góð meðferð eftir margs konar aðgerðir og við höfum séð undraverðan árangur. Í sumum tilfellum hefur fólk áður prófað öll möguleg úrræði án þess að fá hjálp og fæstir vilja taka inn bjúgtöflur í langan tíma,“ upplýsir Sandra um heilsufarslegan ávinning þess að njóta meðferðar í Weyergans-tækjunum.

„Þeir sem hafa prófað tækin einu sinni koma aftur og aftur. Reynslan hefur einungis verið frábær og meðferðin er algjörlega sársaukalaus. Hún hentar vel þeim sem hafa nýlega farið í aðgerðir vegna vandamála í liðum og þeim sem eru með bólgur í handleggjum, hnakka eða öxlum.

Þá hefur meðferðin verið mikið notuð á sjúkrahúsum í Þýskalandi við bólgum sem myndast eftir brjóstnám,“ útskýrir Sandra og meðferðin gagnast sömuleiðis mjög vel gegn krónískum verkjum.


Sogæðastígvélin eru eitt af vinsælustu tækjunum okkar.

Sogæðanudd góð forvörn

Í boði eru mismunandi meðferðir sem henta ólíkum vandamálum og tekur hver meðferð frá 20 upp í 40 mínútur.

Mælt er með tíu skiptum til að ná góðum árangri.

„Fyrir utan sogæðastígvél og sogæðatækin VacuSport og VacuMed erum við með vafninga fyrir appelsínuhúð og bólgur.

Þess má geta að sogæðanudd er einnig afar

góð forvörn fyrir hjarta- og æðakerfi líkamans og mikið um að læknar sendi til okkar fólk í forvarnarskyni,“ upplýsir Sandra sem tvöfaldaði nýlega stærð stofunnar.

„Hingað sækir fólk með stoðkerfisvandamál; flugfreyjur, íþróttafólk, fólk með slæmt æðakerfi, fólk sem er að ná sér eftir aðgerðir eða hreinlega fólk sem þjáist af síþreytu. Það á sameiginlegt að finna á sér mikinn mun. Það á auðveldara með gang, líður betur í fótunum og losnar við fótapirring og bjúg. Við finnum því fyrir miklu þakklæti og ein var svo ánægð með þjónustuna að hún gaf stofunni nýja vél. Hún kom til okkar í hjólastól en spilar nú golf á Spáni.“

Tannhvíttun og fitufrysting

Eiginmaður Söndru, Eyjólfur Kristjánsson, er útlærður í tannhvíttun og hefur boðið upp á slíkt með góðum árangri hjá Heilsu og útliti.

Eiginmaður Söndru, Eyjólfur Kristjánsson, er útlærður í tannhvíttun og hefur boðið upp á slíkt með góðum árangri hjá Heilsu og útliti.

„Ég hef áhuga á að bjóða upp á heildrænar lausnir og ráðgjöf.

Meðferðarúrræðin eru því margvísleg og alltaf bætist við nýtt,“ segir Sandra

sem býður meðal annars upp á fitufrystingu með góðum árangri.

„Fitufrysting er náttúruleg meðferð þar sem kuldi er notaður til að frysta og fjarlægja fitufrumur. Fitufrumurnar skolast síðan út með sogæðakerfinu og við getum flýtt fyrir ferlinu með því að tvinna saman sogæðameðferð við fitufrystinguna,“ útskýrir Sandra og tekur fram að alltaf sé passað að nota hæfilegan kulda sem valdi engum skaða.Þá er ótalinn súrefnishjálmur sem nýtur mikilla vinsælda á stofunni.


Súrefnishjálmurinn

„Súrefnishjálmurinn hefur vakið mikla athygli. Hann hentar fólki með kvíða, asma eða mígreni, en líka þeim sem eru með slæma húð. Nýjasti hjálmurinn er með innrauðum ljósum sem auka þéttingu húðar, draga úr rósroða og öramyndun og eykur kollagen í húð. Hann er góður gegn streitu og eflir ónæmiskerfið og oft brotnar fólk saman þegar það slakar á í súrefnishjálminum og fer í gegnum tilfinningalíf sitt,“ upplýsir Sandra og bætir við að sums staðar í heiminum mæti fólk gagngert í súrefnisstöðvar til

að hlaða batteríin.

„Það er æðislegt að geta loks boðið upp á þessa ljósa- og súrefnismeðferð sem hefur yngjandi áhrif, rétt eins og Michael Jackson og Madonna reyndu á eigin skinni til að vera hvað unglegust. Þetta er því algjört töfratæki,“ segir Sandra.

Fitline Vítamín

„Nýlega fengum við umboð fyrir FitLine-vítamín sem eru viðurkennd af Evrópusambandinu og standast alþjóðlegar öryggiskröfur um gæði og hreinleika. Vítamínin eru orðin þau allra vinsælustu á Íslandi, með yfir þúsund áskrifendur,“ upplýsir Sandra um FitLine sem er 100 prósent náttúrulegt vítamín, unnið úr hreinni matvöru.

„FitLine er bylting. Vítamínið kemur í duftformi sem er blandað í vatn og upptakan er því 100 prósent. Það samsvarar því að drekka eitt og hálft kíló af grænmeti á dag og hjálpar fólki með meltingu, orku og svefn,“ upplýsir Sandra og bendir á að hægt sé að fá kynningarpakka.

„Þá getur fólk leitað til okkar og bókað ráðgjöf bæði varðandi líkamlega heilsu og fæðubótarefnin.“


Fitline Vörurnar sem eru að slá í gegn fást hjá okkur

„Við fögnum nú fimm ára afmæli og bjóðum gestum og gangandi í afmæli föstudaginn 14. júní.

Við ætlum að gleðjast og vera með opið hús á milli klukkan 17 og 19,

þar sem allir eru hjartanlega velkomnir að fá sér léttar veitingar, skoða stofuna og tækin og njóta glæsilegra afmælistilboða í tilefni dagsins.

Sjón er sögu ríkari. Hlökkum til að sjá sem flesta og fagna með okkur.


429 views

Heilsa og útlit

Endilega sendið okkur fyrirspurn

Hlíðarsmári 17 201 Kópavogur  heilsaogutlit@heilsaogutlit.is
Sími : 562-6969