FITUFRYSTING – HVAÐ ER ÞAÐ?Sandra Ýr Grétarsdóttir (22) og Diljá Helgadóttir (21) eru svalar:

Heitasta tískan í fegrunaraðgerðum í dag er fitufrysting. Það kann að hljóma undarlega en kunnugir segja að aðferðin virki þar sem að hún geri sama gagn og fitusog en sé hættulaus aðgerð þar sem um ekkert inngrip sé að ræða. Fegurðardísirnar Sandra Ýr Grétarsdótttir og Diljá Helgadóttir ákváðu að prófa hvort þetta virkaði eða ekki.


FITNESS-SKVÍSAN: Sandra Ýr er 22 ára Grindavíkurmær sem æfði íþróttir af kappi en er núna á kafi í fitness. Hún var spennt fyrir að prófa fitufrystinguna.


LAGANEMINN: Diljá er glæsileg ung kona sem leggur stund á lögfræði. Hún tók einnig þátt í Ungfrú Ísland og segir þá reynslu ómetanlega og að hún hafi lært heilmargt af þátttökunni.

Kalt „Ég er ekkert stressuð, ég treysti Söndru hér í Heilsu og útliti alveg fullkomlega, hún veit hvað hún er að gera. Ég kom oft til hennar þegar ég var að keppa í fitness,“ segir Sandra Ýr Grétarsdóttir, starfsmaður í innritun hjá Icelandair. Sandra Ýr hefur æft fitness í nokkur ár og það með góðum árangri. Þrátt fyrir að vera í hörkuformi þá vill Sandra móta magann frekar og ákvað að prófa fitufrystingu.


FAGMENNSKA EN EKKI FÚSK: „Það skiptir miklu máli að unnið sé af fagmennsku. Fólk verður að geta treyst því að við vitum hvað við erum að gera,“ segir Sandra hjá Heilsu og útliti en hún hefur sérhæft sig í fitufrystingu.

Diljá Helgadóttir er 21 árs laganemi og fyrrum keppandi í Ungfrú Ísland. Hún er óhrædd við nýjungar og ákvað að skella sér í fitufrystingu til að sannreyna virknina.

„Ég er spennt fyrir að prófa, ég held að þetta sé ekkert vont. Ég kynnti mér þetta og las mér til þannig að ég veit aðeins út í hvað ég er að fara,“ segir Diljá sem er dugleg að halda sér í formi á milli þess sem hún leggur stund á lögfræði í HR.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá virkar þessi meðferð undarleg en Sandra hjá Heilsu og útliti segir annað. „Þetta tekur við af fitusogi sem getur verið stórhættulegt. Þar kemur svæfing við sögu og sú aðgerð er heilmikið inngrip og heppnast ekki alltaf sem skyldi. Hollywood-stjörnurnar þyrpast í fitufrystingu. Meðferðin er sérstaklega hentug fyrir erfiða staði, aftan á lærum, innan á lærum og á erfiðu magasvæði,“ segir Sandra sem hefur hlotið ítarlega þjálfun í að beita tækninni.


ALLS EKKI VONT: „Þetta er ekkert vont, ég finn smávegis þrýsting en ekkert meira.“


FROSNAR FRUMUR: „Frystingin kælir fitufrumurnar niður í -8°C og drepur um 20-40% þeirra á því svæði sem tekið er til meðferðar. Svo skolar líkaminn þeim út í gegnum lifrina smám saman og getur það tekið 2-4 mánuði allt í allt þó að munur sjáist eftir um vikutíma,“ segir Sandra.


ÞRJÓSK FITA: Magasvæðið er það svæði þar sem margar konur safna fitu sem erfitt getur verið að losna við.


1,252 views

Heilsa og útlit

Endilega sendið okkur fyrirspurn

Hlíðarsmári 17 201 Kópavogur  heilsaogutlit@heilsaogutlit.is
Sími : 562-6969