Dermabration Demantshúðslípun

Dermabration er mjög þekkt í fegrunargeiranum og þykir mjög áhrifarík meðferð. Þýska fyritækið Weyergans notar eingöngu hágæða demantakristalla sem fjarlægja ysta lag húðarinnar með notkun örsmárra kristalla og demanta.  Húðin fær aukin ljóma, sléttari yfirbragð og verður mun þéttari. Slípun hentar öllum aldri og húðtegundum. Mælt er með að taka 5 skipti til að sjá góðan árangur t.d á örum,húðslitum og þegar húðin er mjög óhrein.
 
 
 Demantslípun vinnur á 
 
• Litablettum á húð, öldrunarblettum og sólarskemmdum 
• Fínum línum og hrukkum 
• Exemhúð og flagnandi húð 
• Örum eftir bólur og skurði 
• Húðsliti 
• Slappri húð 
• Ótímabærri öldrun húðarinnar 
• Hörundslýtum 
• Húðþykkildum 
• Mattri húð 
• Unglingabólum 
• Óhreinni húð
 
Við mælum með að nota góða sólarvörn sem við getum aðstoðað með, forðast mikla sól er best og nota gott rakakrem.